Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.5.2007 | 13:14
Konur í mínus, karlar í plús, alltaf sama sagan
Fátt virðist geta orðið til þess að fjölga konum í ríkisstjórn. Eins og áður ein kona frá íhaldinu og þrjár frá hinum. Ég verð nú samt að gefa Samfylkingunni plús fyrir að standa með konum og landsbyggðinni. Það má velta fyrir sér hvers vegna íhaldið heldur svo sterkt í þá hefð að láta bara þá sem eru eftir á listum fá ráðherraembætti. Er það til að afsaka það að vera nánast bara með karlráðherra, þeir eru jú eftir á listum allsstaðar hjá þeim. Hvað með hæfni? Kemur hún málinu ekkert við? Mér finnst t.d. skrítið hjá þeim að ganga fram hjá konum eins og Guðfinnu Bjarnadóttur. Á ég að trúa því að hún sætti sig við að hætta í fínu djobbi (á góðum launum) bara til að verða óbreyttur þingmaður? Ætlar Geir ekkert að gera í því að halda í svona flotta kandidata? Hver verður fyrstur til að bjóða Guðfinnu nýja vinnu? Nei, karlar skulu það vera sama hvað... og íhaldskellurnar sætta sig við það. Eru bara með smá skeifu til að byrja með.
Samfylkingin getur ekki fengið plús frá mér fyrir að standa með sjáfri sér. Hvað með Íraksstríðið? Uhm... átt það ekki að vera fyrsta verk Ingibjargar að taka okkur af lista hinna staðföstu þjóða? Ég hefði gjarnan viljað að hún hefði staðið við það. Mér finnst þau nú líka sætta sig við lítinn hlut í ráðuneytisskiptingunni. En það er nú kannski gott, reynsla þeirra er ekki mikil. Nú svo halda þeir því fram að þetta verði velferðarstjórn. Nú geta öll börn landsins tekið niður tannpínutreflana og glaðst yfir væntanlegum setum í tannlæknastólum um allt land.
Í Blaðinu í dag er því haldið fram að ný viðreisnarstjórn sé að taka við. Er þá Samfylkingin gamli Alþýðuflokkurinn? Ég bara spyr, því ekki var hún stofnuð til að vera hann, eða hvað?
9.5.2007 | 22:42
Að jafna launamun kynjanna, það er frábært!
Í kvöld birtist sjónvarpsauglýsing frá Samfylkingunni. Þar stærir formaður hennar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sig af því að hafa í borgarstjórnartíð sinni jafnað launamun kynjanna hjá borginni. Hvað á hún við?
Hún er ekki að tala um að hún hafi lagt áherslu á að hækka launin hjá öllum þeim góðu konum sem vinna hjá Reykjavíkurborg eins og t.d. :
- á dvalarheimilum
- í grunnskólum
- í leikskólum
- við félagsþjónustuna
- og við fjöldamörg önnur mikilvæg þjónustustörf
Ég hef aldrei orðið vör við að Ingibjörg Sólrún hafi haft sérstakar áhyggjur af því að t.d. hin fjölmenna kvennastétt grunnskólakennara hafi of lág laun. Nei, því miður. Ég hefði svo sannarlega viljað trúa því sem hún segir í þessari auglýsingu. Þetta er ekki satt frekar en auglýsingin um að öll börn á Íslandi séu með tannkýli.
Sennilega er Ingibjörg aðeins að tala um Ráðhús Reykjavíkur. Þar hafa margar konur víst jafn há laun og karlar og það er frábært! En hvers vegna ekki við hin líka, hvers vegna hefur Ingibjörg Sólrún ekki lagt áherslu á að hefðbundnar kvennastéttir fái réttlát laun? Hún var nú einu sinni Kvennalistakona!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 18:26
Framsóknarsamban bjargar málunum
Í fréttablaðinu í dag er grein um kosningatónlist. Ísólfur Gylfi er frumkvöðull á þessu sviði, gaf út Framsóknarsömbuna fyrir kosningar árið 1999 og hefur hún lifað góðu lífi allt til þessa dags. Í greininni kemur fram að hún hafi átt þátt í glæstum sigri Framsóknarmanna það árið og nú er að athuga hvort hægt er að endurtaka leikinn. Hefjum hana til vega og virðingar og látum hana blása okkur rétta andann í brjóst. Ísólfur segir sækja hugmyndina að sömbunni til Liverpool, bæði Bítlanna og Liverpúl aðdáenda. Það er ekki frá því að hann hafi líka sótt eitthvað til Suður-Ameríku en þar eru menn nú lífsglaðir eins og höfundur sömbunnar. Magnús Stefánsson hefur gert kosningalag, ekki veit ég hvor það á eftir að gera viðlíka gagn og Framsóknarsamban en ég bíð spennt eftir að heyra. Samfylkingarmenn hafa líka samið texta við þekkt erlent lag, en það gerir örugglega ekki sama gagn. En endilega hlutið á Framsóknarsömbuna, linkurinn er hér til vinstri. Og þeir sem trúa á að lög, ljóðabækur og uppskriftir geri gagn í kosningabaráttu lengi lifi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2007 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 22:17
Lókalefni í kosningabaráttu
Það er ýmislegt gott við kosningabaráttu, þá finnur maður á einhvern hátt svo mikið fyrir því að tilheyra ákveðnu svæði og ákveðnu kjördæmi. Hluti af þessu er að fá lókal kosningaefni inn um dyralúguna. Það er einhvern veginn persónulegra heldur en þetta fílteraða auglýsingaefni sem birtist á landsvísu. Samt er það þannig að maður veltir stundum fyrir sér tilgangnum með sumu efni. Eins og ég hef áður getið notar Sjálfstæðisflokkurinn minnið um Mallhvíti og dvergana sjö, án þess þó að segja söguna sjálfa, heldur meira sem myndefni. Framsóknarflokkurinn hefur breytt hinum forna Þjóðólfi í uppskriftabók og Samfylkingin hefur gefið út ljóðabók. Uhm... halda þeir að jólin séu í nánd? Eða er verið að reyna höfða til nýrra kjósenda með því að birta eldgömul ættjarðarljóð og mataruppskriftir? Ég held að þetta hitti ekki í mark. Getur jafnvel skapað þá tilfinningu hjá lesandanum að útgefandinn líti niður á kjósendur og telji að þeir hafi ekki neitt vit á pólitík, þannig að það taki því ekki að ræða hana og útlista á prenti eða að flokkarnir hafi ekki neitt að segja, eins og virðist eiga við um öll hin framboðin, því frá þeim hefur ekki komið neitt lókalefni. Sakna þess...
En smá tilvitnanir svo hægt sé að leggja mat á boðskapinn.
Fyrst úr ljóðakveri Samfylkingarinnar:
Lóan eftir Pál Ólafsson
,,Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún"
Hvaða lærdóm má draga af þessum boðskap. Eru leiðindin kosningabaráttan? Mér finnst þetta einhvern veginn hljóma þannig, enda allir orðnir hálf leiðir á þessu tuði.
Og svo er það gamli Þjóðólfur Framsóknar:
Eplasalat úr Biskupstungunum:
,,Græn epli eru skorin í bita og ólífuolíu hellt yfir. Sultuðum engifer bætt út í og Kóríander frá Engi í Biskupstungum einnig. Að lokum eru ristaðar nokkrar furuhnetur og sett saman við. "
Hvaða gagn höfum við svo af þessu? Jú, eplin eru græn og kryddið úr kjördæminu, þannig að ef við gerum salatið sem væri skynsamlegt ef marka má tilganginn, daginn fyrir kjördag er sjens að það gæti minnt okkur á að kjósa Framsókn.
2.5.2007 | 17:58
Mengandi orðræða
1.5.2007 | 22:01
Hver er vinur litla mannsins?
Kosningaþáttur Sjónvarpsins var leiðinlegur í kvöld eins og hann er vanur að vera. Sama hallærislega uppstillingin og ekki vel stjórnað, sérstaklega hlutanum um skattamálin. Það sem stendur þó uppúr er Steingrímur og ótrúlega hrokafull og ókurteis framkoma hans. Hann spurði að því hver væri vinur litla mannsins. Það er alveg öruggt að hann er það ekki. Hann gerði mikið úr því að einn fyrirspyrjandi úr sal var merktur framsóknarflokki og reyndi eins og hann gat að gera lítið úr honum og fyrirspurn hans. Skipti það einhverju máli að hann var merktur, voru ekki allir þarna inni frá einhverjum stjórnmálaflokkum? Fá stjórnmálamenn ekki misjafnar spurningar? Er það svona framkoma sem vinir litla mannsins eiga að sýna. Eða verður framkoman bara svona við þá sem eru merktir ákveðnum flokkum? Steingrímur, dramb er falli næst!
1.5.2007 | 15:36
Fótósjoppið og kosningabaráttan
Fótósjopp getur verið til margra hluta nytsamlegt og gagnast frambjóðendum í kosningabaráttu sérstaklega vel. Hægt er að laga meðfædda útlitsgalla, yngja fólk upp og fegra á allan hátt. Stundum fer þó notkunin út í öfgar eða hvað? Skoðum dæmi:
Mér finnst þessi mynd frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi alveg sérstaklega skemmtileg og getur þetta jafnvel orðið innlegg í aðra baráttu, þá á ég við jafnréttisbaráttuna. Þarna eru allir jafnir, konur og karlar (sumir reyndar aðeins jafnari en aðrir). Allir jafn stórir, jafn mjóir og næstum því jafn gamlir. Sem sagt alveg frábært.
Myndin minnir mig á einhvern hátt á Mjallhvíti og dvergana sjö, nema hvað þeir eru átta og myndin tekin eftir að Mjallhvít náði í prinsinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 09:06
Frjálslyndir vita ekki hvað kjördæmið mitt heitir
17.4.2007 | 18:01
Bændur bjóði ókeypis aflausn fyrir bíleigendur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)