Framsóknarsamban bjargar málunum

Í fréttablaðinu í dag er grein um kosningatónlist. Ísólfur Gylfi er frumkvöðull á þessu sviði, gaf út Framsóknarsömbuna fyrir kosningar árið 1999 og hefur hún lifað góðu lífi allt til þessa dags. Í greininni kemur fram að hún hafi átt þátt í glæstum sigri Framsóknarmanna það árið og nú er að athuga hvort hægt er að endurtaka leikinn. Hefjum hana til vega og virðingar og látum hana blása okkur rétta andann í brjóst. Ísólfur segir sækja hugmyndina að sömbunni til Liverpool, bæði Bítlanna og Liverpúl aðdáenda. Það er ekki frá því að hann hafi líka sótt eitthvað til Suður-Ameríku en þar eru menn nú lífsglaðir eins og höfundur sömbunnar.  Magnús Stefánsson hefur gert kosningalag, ekki veit ég hvor það á eftir að gera viðlíka gagn og Framsóknarsamban en ég bíð spennt eftir að heyra. Samfylkingarmenn hafa líka samið texta við þekkt erlent lag, en það gerir örugglega ekki sama gagn. En endilega hlutið á Framsóknarsömbuna, linkurinn er hér til vinstri. Og þeir sem trúa á að lög, ljóðabækur og uppskriftir geri gagn í kosningabaráttu lengi lifi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband