Að jafna launamun kynjanna, það er frábært!

Í kvöld birtist sjónvarpsauglýsing frá Samfylkingunni. Þar stærir formaður hennar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sig af því að hafa í borgarstjórnartíð sinni jafnað launamun kynjanna hjá borginni. Hvað á hún við?

Hún er ekki að tala um að hún hafi lagt áherslu á að hækka launin hjá öllum þeim góðu konum sem vinna hjá Reykjavíkurborg eins og t.d. :

  • á dvalarheimilum
  • í grunnskólum
  • í leikskólum
  • við félagsþjónustuna
  • og við fjöldamörg önnur mikilvæg þjónustustörf

Ég hef aldrei orðið vör við að Ingibjörg Sólrún hafi haft sérstakar áhyggjur af því að t.d. hin fjölmenna kvennastétt grunnskólakennara hafi of lág laun. Nei, því miður. Ég hefði svo sannarlega viljað trúa því sem hún segir í þessari auglýsingu. Þetta er ekki satt frekar en auglýsingin um að öll börn á Íslandi séu með tannkýli.

Sennilega er Ingibjörg aðeins að tala um Ráðhús Reykjavíkur. Þar hafa margar konur víst jafn há laun og karlar og  það er frábært! En hvers vegna ekki við hin líka, hvers vegna hefur Ingibjörg Sólrún ekki lagt áherslu á að hefðbundnar kvennastéttir fái réttlát laun? Hún var nú einu sinni Kvennalistakona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband