Hver er vinur litla mannsins?

Kosningaþáttur Sjónvarpsins var leiðinlegur í kvöld eins og hann er vanur að vera. Sama hallærislega uppstillingin og ekki vel stjórnað, sérstaklega hlutanum um skattamálin. Það sem stendur þó uppúr er Steingrímur og ótrúlega hrokafull og ókurteis framkoma hans. Hann spurði að því hver væri vinur litla mannsins. Það er alveg öruggt að hann er það ekki. Hann gerði mikið úr því að einn fyrirspyrjandi úr sal var merktur framsóknarflokki og reyndi eins og hann gat að gera lítið úr honum og fyrirspurn hans. Skipti það einhverju máli að hann var merktur, voru ekki allir þarna inni frá einhverjum stjórnmálaflokkum? Fá stjórnmálamenn ekki misjafnar spurningar? Er það svona framkoma sem vinir litla mannsins eiga að sýna. Eða verður framkoman bara svona við þá sem eru merktir ákveðnum flokkum? Steingrímur, dramb er falli næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband