Fótósjoppið og kosningabaráttan

Fótósjopp getur verið til margra hluta nytsamlegt og gagnast frambjóðendum í kosningabaráttu sérstaklega vel. Hægt er að laga meðfædda útlitsgalla, yngja fólk upp og fegra á allan hátt. Stundum fer þó notkunin út í öfgar eða hvað?  Skoðum dæmi:

XD - 2007 Mér finnst þessi mynd frá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi alveg sérstaklega skemmtileg og getur þetta jafnvel orðið innlegg í aðra baráttu, þá á ég við jafnréttisbaráttuna. Þarna eru allir jafnir, konur og karlar (sumir reyndar aðeins jafnari en aðrir).  Allir jafn stórir, jafn mjóir og næstum því jafn gamlir. Sem sagt alveg frábært.

Myndin minnir mig á einhvern hátt á Mjallhvíti og dvergana sjö, nema hvað þeir eru átta og myndin tekin eftir að Mjallhvít náði í prinsinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband