Frjálslyndir vita ekki hvað kjördæmið mitt heitir

Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í öllum dagblöðum landsins í dag. Þar spyrja þeir landslýð hvort hann verði gjaldþrota. Ég segi nú bara, ég vona ekki, en hver veit?  Það sem svíður hins vegar í þessari auglýsingu er sú staðreynd að Frjálslyndiflokkurinn virðist ekki vita að kjördæmið mitt heitir Suðurkjördæmi en ekki Suðurlandskjördæmi. Það er bara gamli tíminn strákar, sorry. Þessi vankunnátta þeirra er hins vegar alveg skiljanleg. Frjálslyndir hafa ekki haft nein tengsl við kjördæmið sitt svo kjósendur hafi tekið eftir. Magnús Þór Hafsteinsson var þingmaður okkar á síðasta kjörtímabili. Aldrei sá ég hann á svæðinu eða varð vör við að hann hefði nokkurn áhuga fyrir okkur. Hann býr á Akranesi og bjó þar allt síðasta kjörtímabil að því ég best veit og var meira að segja í framboði til bæjarstjórnar á Akranesi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það hlýtur að segja nokkra sögu um áhuga hans fyrir kjördæminu. En svona til upplýsingar fyrir Frjálslynda flokkinn þá vil ég vitna í kosningalögin og þá heita kjördæmin: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður.  (Lög  um kosningar til Alþingis 2000 nr. 24  frá 16. maí 2000)Nú svo langar mig að víkja að slagorði Frjálslynda flokksins „Kjóstu F! Forysta fyrir íslenska þjóð“ það svíður líka.Það á sem sagt ekki að kjósa Frjálslynda fyrir alla sem búa á Íslandi. Samkvæmt skilgreiningu alfræðiorðabókarinnar Wikipediu merkir orðið þjóð eftirfarandi:„Þjóð er hópur fólks með sameiginleg menningarleg einkenni, t.d. sömu sögu eða tungumál og oft á tíðum sameiginlegt ætterni. Þjóð hefur oftast einhverja ljósa eða óljósa þjóðarvitund og einstaklingarnir gera sér almennt grein fyrir að þeir tilheyra ákveðnum hóp og kenna sig jafnan við þjóðina. Þjóðir halda sig oft en ekki alltaf á afmörkuðum landsvæðum og mynda oft ríki með eða án annarra þjóða. Þannig myndast þjóðríki og fjölþjóðaríki. Einnig getur ein og sama þjóðin búið í mörgum ríkjum.Það er alveg augljóst að slagorðið vísar aðeins til okkar sem eigum ættir okkar að rekja til víkinga, höfum búið á Íslandi helst alla ævi og eigum  íslensku að móðurmáli. Hvað ætla þeir að gera fyrir hina?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Góð Steinunn... Forysta fyrir íslenska þjóð, segir allt sem segja þarf!!

Helga Sigrún Harðardóttir, 25.4.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband