Bændur bjóði ókeypis aflausn fyrir bíleigendur!

Nú býðst almenningi að kaupa sér aflausn vegna bílanotkunnar sinnar. Með því að borga Kaupþingi ákveðna upphæð sem á síðan að fara til kaupa á skógarplöntum sem framleiða eiga kolefni í stað þess sem við eyðum með bílnum okkar. Þetta er svo sem ágætt, en til er önnur lausn og ódýrari fyrir hina þjáðu íslensku þjóð. Bíleigendur geta haft samband við skógarbændur og boðist til að gróðursetja tiltekinn fjölda af plöntum og fengið þannig aflausn alveg ókeypis og um leið ánægjulega dvöl í íslenskri náttúru og tilvalda hreyfingu holla og góða. Ekki má gleyma því að nú fer hver að verða síðastur að njóta íslenkrar náttúru samkvæmt málflutningi ýmissa stjórnnmálaafla. Ég er viss um að þessi aðferð verður miklu ánægjulegri fyrir bíleigendur, það á nú ekki að vera hægt að kaupa allt, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband