Nægjusemi tjaldsins

Við gætum kannski á þessum síðustu og verstu tímum tekið nægjusemi tjaldsins okkur til fyrirmyndar. Hann gerir sér hreiður í vegakantinum, ef hreiður skyldi kalla. Rótar upp lítilli holu og situr þar glaður og ánægður meðan hann hefur frið. Ef ekki er nægjanlegt skjól færir hann sig um set svona einn meter til að komast í betra skjól. En listfengið er óumdeilanlegt. Hver gæti valið flottri litasamsetningu?

tjaldsegg

tjaldurinn
Já, láttu nú hreiðrið mitt (holuna) vera.

Nú svo eru það blessaðar álftirnar. Mættar eina ferðina enn til að verpa og eiga yndislegt sumar á Íslandi. Engar kröfur gerðar, engar áhyggjur af íslenku krónunni. Eina sem væri kannski hægt að hafa áhyggur af er að byggðin færist of nærri varpstöðvunum. Hvað er líka verið að ryðja þessum bústöðum upp um allar trissur? Það hafa kannski ekki margir pælt í því að það er búið að deiliskipuleggja land fyrir sumarbúsaði hér á landi sem myndi vafalaust nægja fyrir næstu aldir.

álftir
En þessar álftir vour sennilega ekki að huga að hreiðurgerð, bara að leita sér að æti í gogginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

 Sæl Steinunn mín.

Það er svo sannarlega margt sem við mannfólkið mættum læra af dýrunum okkar. Takk fyrir fallegar myndir. Sérlega skemmtileg mynd af svana parinu og fallega rauða húsinu.  'A vefsíðunni hér fyrir neðan getur þú fylgst með ferðum nokkurra svana á milli Bretlands og Íslands.

http://www.wwt.org.uk/tracking/573/super_whooper.html

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.5.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband