Loksins rigning!

Loksins er farið að rigna en í allan dag hefur verið raunveruleg rigning hér á Hvolsvelli. Ekki það að ég sé svo mikið fyrir rigningu, mér líkar mjög vel við sól og gott veður, ég elska sumarið og vil helst vera úti allan sólarhringinn. En nú var virkilega þörf fyrir rigningu. Ég átti í gær leið um Markarfljótsaura þar er skógræktarreitur frá Skógræktarfélagi Rangæinga. Þar var fyrir kannski 10 árum gróðursett birki, elri og greni ásamt lúpínu sem átti að gefa trjánum næringu enda aurarnir ekki beint frjósöm jörð. Þetta hefur gengið vel og trén sum hver að verða ansi státin. En nú hafa orðið nokkur afföll í þurrkunum. Birkið hefur hreinlega skrælnað og elrið er mjög illa farið sennilega af maðki.

 Birki Birkiplöntur Þurrkar 2007

Hér má sjá hvernig birkið hefur farið, það er brúnt alveg uppí topp. Berglind við elriplöntur.

Ég var farin að hafa áhyggjur af plöntunum sem ég gróðursetti í vor og kíkti því í brekkurnar. Þær sem ég sá voru hinar hressustu. Þetta var greni sem hafði verið í frysti í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem við plöntum plöntum úr frysti og það verður spennandi að fylgjast með þeim. Þær taka alla vega vel við sér þrátt fyrir þurrkana undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Haha! Það rigndi ekki í tvær vikur á Hvolsvelli vegna þess að ég var að mála þökin hjá mér! Drottinn setti upp regnhlíf. Svo þegar ég var búin kom rigning. Slæmt ef það hefur drepið birkið á Markarfljótsaurum. Viðvarandi maðkaplága hefur verið þarna síðast liðin tvö eða þrjú ár og lagst á elrið. Það hafði þó ekki drepist að ráði síðast þegar ég gáði - fyrir þurrk.

Takk fyrir að verða bloggvinur minn, bestu kveðjur.

Guðrún Markúsdóttir, 20.7.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband