2.5.2007 | 17:58
Mengandi orðræða
Ég hallast að því að rétt sé að taka mark á eldra fólki. Ég hitti um daginn virðulega eldri konu sem hefur mikinn áhuga fyrir pólitík. Hún sagðist ekki skilja þetta sífellda tal um umhverfisvernd hjá honum Steingrími. Það færi honum ekki vel. Hann væri nefilega þannig að hann hugsaði alls ekki um umhverfisvernd þegar hann opnaði munninn. Þá færi nú oftast fram mengandi orðræða, honum hætti til að tala niður til fólks og kæmi oft fram fullur af hroka í garð andstæðinga sinna. Honum tækist oft að menga hjörtu fólks með tali sínu og það væri ekki umhverfisvernd því við mennirnir værum nú einu sinni hluti af umhverfinu. Mengun og sóðaskapur í orðræðu væri ekkert betri en hver önnur umhverfismengun. Svo mörg voru þau orð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.