Nú er gaman, ég skipti máli, ég er kjósandi! - Um tannheilsu barnanna minna

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvað ég ætla að kjósa í alþingiskosningunum. Ég ætla að líta vel og vandlega yfir sviðið og velja besta tilboðið.        Í gær skoðaði ég auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem hún bendir mér á hvað  tannheilsu íslenskra barna hefur hrakað í tíð þessarar ríkisstjórnar og segjast þau ætla að bæta úr þessu hið snarasta komist þau til valda.  Uhm... lítur vel út..., (ég meina ekki barnið með tannkýlið og öll hin sem hafa þurft að þjást, heldur tilboðið) þetta er eitthvað sem þarf að laga. Ég er t.d. þannig að ég hef ekkert sérstaklega verið að hugsa vel um tannheilsu barnanna minna. Ég kaupi nammi oftar en vikulega handa þeim, ég meina ef þau grenja mjög hátt í búðinni þá laga ég það með smá nammi. Ég hef aldrei verið sérstaklega dugleg að láta þau tannbursta sig reglulega. Tannþráður þekkist vart á mínu heimili og við erum ekkert sérstaklega að huga að fæðuvalinu, skiptir það einhverju máli fyrir tannheilsuna?        Ég veit að það er dýrt að fara til tannlæknis og að ríkið borgar ekki allt í því sambandi hjá börnunum mínum. Ég veit reyndar ekki hvað ég þarf mikið að borga sjálf því ég hef ekkert verið svo mikið að fara með þau til tannlæknis, ég meina er þetta ekki svo hrikalega dýrt? Borgar þetta sig nokkuð? Auðvitað eru þau með eina og eina skemmda tönn, en þetta eru nú hvort eð er barnatennur, detta þær ekki úr hvort eð er?        Já, mér finnst endilega að ríkisstjórnin eigi að bera fulla ábyrgð í þessu máli. Eruð þið ekki sammála? Ég ætla alla vega að íhuga tilboð Samfylkingarinnar, ég ætla ekki að láta skeytingarleysið bitna á börnunum mínum. Ef Samfylkingin vill bera ábyrgðina á tannheilsu barnanna minna þá getur vel verið að ég kjósi hana, því ekki á ég að bera ábyrgðina sjálf?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband