Stöð tvö stóð sig betur en Sjónvarpið

ÉG horfði aftur á kosningasjónvarp í gærkvöldi eins og sannur Sunnlendingur. Nú var það Stöð tvö sem var með útsendingu líka frá Hótel Selfoss eins og Sjónvarpið kvöldinu áður. Ég verð að segja eins og er að Stöð tvö var miklu betri. Sigmundur Ernir stjórnaði liðinu eins og herforingi og leyfði frambjóðendum ekki að gjamma frammí hver fyrir öðrum þannig að áhorfendur þurftu ekki að kunna varalestur eins og þegar Sjónvarpið var að senda út sinn þátt. Mér finnst að kjósendur eigi heimtingu á að geta með einhverju móti þolað að horfa á framboðsfundi í sjónvarpi og þar var hægt hjá Stöð tvö. Gott hjá þeim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband