11.4.2007 | 11:03
Glatað sjónvarpsefni
Ég horfði í gærkvöldi eins og sannur Sunnlendingur á útsendingu Sjónvarpsins frá Selfossi á einhvers konar framboðsfundi. Ég skil nú bara ekki svona útsendingu. Vegna þess að þarna var margt mjög hallærislegt, fyrir nú utan það hvað þátturinn var leiðinlegur. Nokkur atriði til umhugsunar:
- Uppstilling frambjóðenda, konur komið alls ekki í pilsum í slíka útsendingu.
- Uppstilling frambjóðenda, þátttakendur gætið að hvernig þið sitjið.
- Uppstilling frambjóðenda, af hverju er meirhlutanum D og B stillt upp á móti hinum? Er Sjónvarpið að gera ráð fyrir því að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn séu saman í kosningabandalagi á móti hinum, eða hvað?
- Þátttakendur. Þeir geta reyndar ekkert gert að því hvernig þeir eru, en ekki eru þeir skemmtilegir.
- Þáttastjórnendur. Þeir eru sennilega bara að vinna vinnuna sína, en ekki eru þeir skemmtilegir.
- Sjónvarpsefni á besta tíma, úff hvað þetta á eftir að verða þreytandi mánuður framundan, væri ekki ráð að prófa eitthvað nýtt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2007 kl. 14:39 | Facebook
Athugasemdir
mikið er ég sammála þér steinunn - þessi uppsetning að stilla okkur upp með íhaldinu er óþolandi...
Bjarni Harðarson, 14.4.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.