10.4.2007 | 10:29
Rís þú unga Íslands merki eða Raise your flag!
Mér fannst skemmtilegt að fara á tónleika Bjarkar í gærkvöldi. Þetta var svo vorlegt, hún flögraði um sviðið eins og fiðrildi, og kórinn var eins og litríkur blómahagi. Allavega leit þetta svona út í mínum nærsýnu augum úr töluverðri fjarlægð. Björk er alltaf sjálfri sér samkvæm flutti í bland ný og gömul lög. Mér fannst síðasta lagið lang skemmtilegast, þar sem hún kvatti ósjálfstæðar þjóðir til sjálfstæðis. Dont let them do that to you. Raise your flag, og kórinn tók undir higher, higher. Ástæðan fyrir því að mér fannst þetta lag svona skemmtilegt er sú að það minnti mig á þá gömlu góðu tíma þegar menn nenntu að berjast. Hipparnir alltaf að rífa kjaft yfir einhverju, muniði. Eða þegar ungmennafélagarnir sigldu með bláhvíta fánann forðum. En mér fannst það líka gott hjá henni að minna á að þjóðirnar eigi að varðveita tungu sína og menningu. Ég held að það sé full ástæða til þess að vera svoldið þjóðernislegur og alls ekki neitt slæmt við það. Í huga mínum þróast heimurinn í framtíðinni eins og leirinn sem ég fékk í bernsku. Fallegir litirninr í byrjun en endaði svo í einni grárri kúlu sem enginn nennti að leika sér að. En svo ég víki mér aftur að tónleikunum, þá var lagið líka svo skemmtilegt af því að það féll í kramið hjá krökkunum, krafturinn og baráttuandinn. Kannski ágætis innlegg í upphaf kosningabaráttunnar. Áfram Björk!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.