8.2.2007 | 16:54
Kristinn farinn
Ég má nú til með að óska Kristni H. Gunnarssyni til hamingju með að vera genginn í Frjálslyndaflokkinn og Frjálslynda flokknum til hamingju með hann. Þetta hefur verið ansi löng meðganga skilnaðar við gamla flokkinn, ef hann þá á annað borð giftist honum nokkurntímann. Ég held að það sé vont fyrir alla aðila að vera svona lengi að ákveða skilnað, það vita nú allir hvað þetta getur haft slæm áhrif á fjölskylduna. En nú geta menn farið að byggja sig upp fyrir nýtt líf og nýja tilveru. Það er örugglega full þörf á Kristni í Frjálslyndaflokknum, hann kemur þá væntanlega í staðinn fyrir Margréti, bara spurning hvort honum fylgir sá heimamundur sem Margrét tók með sér. Svo verður líka fróðlegt að fylgjast með sambúðinni á nýja heimilinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.