Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2008 | 14:10
Nægjusemi tjaldsins
Við gætum kannski á þessum síðustu og verstu tímum tekið nægjusemi tjaldsins okkur til fyrirmyndar. Hann gerir sér hreiður í vegakantinum, ef hreiður skyldi kalla. Rótar upp lítilli holu og situr þar glaður og ánægður meðan hann hefur frið. Ef ekki er nægjanlegt skjól færir hann sig um set svona einn meter til að komast í betra skjól. En listfengið er óumdeilanlegt. Hver gæti valið flottri litasamsetningu?
Nú svo eru það blessaðar álftirnar. Mættar eina ferðina enn til að verpa og eiga yndislegt sumar á Íslandi. Engar kröfur gerðar, engar áhyggjur af íslenku krónunni. Eina sem væri kannski hægt að hafa áhyggur af er að byggðin færist of nærri varpstöðvunum. Hvað er líka verið að ryðja þessum bústöðum upp um allar trissur? Það hafa kannski ekki margir pælt í því að það er búið að deiliskipuleggja land fyrir sumarbúsaði hér á landi sem myndi vafalaust nægja fyrir næstu aldir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2007 | 14:43
Stöð tvö stóð sig betur en Sjónvarpið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 14:51
Tíu sinnum meira!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 18:08
Gulrót í næpupoka
Það er skemmtileg reynsla að fara til Kanarí. Af því fordómarnir eru nú alltaf að þvælast fyrir manni var ég alveg með það á hreinu hvernig þetta væri, þessi gamlingjaeyja! Þarna væri ekki þverfótað fyrir gamlingjum, allt frekar ljótt og útjaskað af túrimsa. Sem betur fer er raunveruleikinn ekki eins og maður er búinn að ímynda sér. Hvaða erindi hefði ég líka átt til Kanarí ef það hefði verið þannig? Sem betur fer geri ég mér grein fyrir því að ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Sem sagt það var bara ánægjulegt að koma til Gran Kanarí. Þarna er býsna fallegt, enda eyjan eldfjallaeyja eins og Ísland, veðrið var frábært, sól og sæla um miðjan vetur. Þarna vorum við á ágætis hóteli með upphitaðri góðri sundlaug sem var óspart notuð og svo var bara fínn matur næstum sama hvar var snætt.
Að áeggjan vina okkar fórum við í eina túristaferð um eyjuna. Það var svokölluð Bandamaferð. Þá er farið uppá hálendið og skoðaður gígur, Bandamagígur en ofan í honum er bóndabýli og síðan er ekið uppað hæstu tindum með stoppum á ýmsum skemmtilegum stöðum. Þarna efst uppi (tæplega 2000m) vaxa miklir furuskógar en furan á Kanarí er þannig að þó hún brenni byrjar hún aftur að vaxa innan tíðar. Þetta er friðað svæði, þeirra örævi. Þarna var fólk í útilegu, ótrúlega fyndið að grilla, með tjöld og þess háttar og sat og spilaði þarna í kuldanum. Það er reyndar byggð nær alla leið upp og þarna er hægt að virða fyrir sér hæstu tinda eyjarinnar Snætind og Roco nublo. Og ótrúlegt að sjá yfir til Tenerife, skýjum ofar en eyjan sú mun vera 3800 m að hæð. Í efstu byggðum voru líka sölutjöld þar sem heimamenn seldu okkur indjánapeysur og fleira nytsamlegt. Þeir eru ótrúlega duglegir að pranga inná fólk einhverju alveg fáránlegu en það er líka hluti af skemmtuninni.
Nú svo er ýmislegt fleira merkilegt að sjá á eyjunum svo sem nektarstrendur þar sem meira en miðaldra karlmenn spranga um á tillanum einum. Með þeim eru nokkrar gamlar kellingar en ekkert of margar samt. Mjög spennandi. Svo er líka homma nektarströnd og þar sitja saman tveir og tveir naktir karmenn, yfirleitt alveg eins, með rakaðan haus. Það virðist vera alger tískubóla meðal hommanna á Kanarí að vera með rakaðn haus. Skrítið, ég hélt að það væri ekki svo gott í sólinni. En það sólbrennur nú sem öðruvísi er.
Þeir mættu nú taka sig aðeins á í umhverfismálum þarna á eyjunni og þó að ræktunin þeirra sé sjálfsagt umhverfisvæn er ekki mikil prýði af gróðurhúsunum þeirra. Ótrúleg flæmi af ljótum brúnum gróðurhúsum.
Já, það var fínt að vera þarna í tvær vikur og þegar maður kemur heim búinn að keppast við að verða sólbrúnn líður manni ótrúlega skrítilega svona eins og gulrót í næpupoka.
. Ég eignaðist vinkonu á Kanarí, dúfu sem kom oft í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 16:54
Kristinn farinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)