Oddvitinn og formaður byggðaráðs einir í minnihluta

Það hlýtur að vera sérkennileg upplifun fyrir oddvita Rangárþings eystra, Ólaf Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og formann byggðarráðs, Elvar Eyvindsson á Skíðbakka í Austur-Landeyjum, að lenda einir í minnihluta sveitarstjórnar við afgreiðslu mála.  Samkvæmt frétt Sunnlenska fréttablaðsins í síðustu viku kom þessi sérkennilega staða upp þegar verið var að afgreiða beiðni þeirra Ólafar Pétursdóttur og Þorsteins Njálssonar á Lambafelli undir Eyjafjöllum um að taka tilteknar spildur á jörð sinnu úr landbúnaðarnotum. Þessi frétt vakti svo margar spurningar hjá mér að ég vippaði mér inná heimasíðu Rangárþings eystra til að kíkja í fundargerðir sveitarfélagsins.  Ég hvet alla til að gera slíkt hið sama því bókanirnar sem þar eru í tenglsum við þetta mál eru bæði stórfurðulegar og lang út fyrir almennar venjur um bókanir í fundargerðir sveitarstjórna. Oddvitinn bókar hjásetu en segist jafnframt vera alfarið á móti því að tiltekin spilda sé tekin úr landbúnaðrnoturm. Formaður byggðaráðs leggur fram bókun sem hann kallar hugleiðingu og er ein 600 orð (ath. 7-8 starfsetningaræfingar!) og þar er hann aðallega að gagnrýna afgreiðslu sveitarstjórnar á skipulagsmálum, en virðist búinn að gleyma því að hann situr sjálfur í meirihluta og ber þar af leiðandi ábyrgð á þessum afgreiðslum.  Alveg kostulegt. Jörðina Lambafell líta þeir á sem mikla landkostajörð en þar hefur samt ekki verið stundaður búskapur árum saman. Það skyldi þó aldrei trufla oddvitann að Lambafell er næsta jörð við Þorvaldseyri? Að Ólöf Pétursdóttir er varafulltrúi framsóknarmanna í sveitarstjórn? Að þarna er meiningin að byggja upp nýja atvinnustarfsemi? Er oddvitinn mótfallinn atvinnuuppbyggingu í sinni sveit?

Reyndir sveitarstjónarmenn segja mér að þeir myndu aldrei láta það viðgangast að lenda í slíkri stöðu. Meirihlutinn hlýtur að þurfa að komast að sameiginlegri niðurstöðu við afgreiðslu mála hvað sem einkaskoðunum og einkahagsmunum líður.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband